Tveir úr Hofsá í morgun

Veiðimaður með stærri Hofsárlaxinn í morgun.

Tveir laxar veiddust í opnuun Hofsár í morgun. Einn misstist og vart varð við fleiri án þess að sett væri í þá.

Ingólfur Helgason hjá 6RP sagði í samtali við VoV að annar laxana hefði veiðst í Skógarhvammshyl, hinn í „Unexpected“.  Stærri laxinn var 88 cm hængur, hinn laxinn var smálax,“ sagði Ingólfur og bætti við að aðstæður hefðu verið góðar, sól og hlýviðri og gott vatn.

Þá heyrðum við annarri opnun, á allt öðrum stað á landinu, nanar tiltekið Tungufljóti í Árnessýslu. Þar veiddust einnig tveir laxar í morgun að sögn Árna Baldurssonar leigutaka árinnar.

Selá opnar í fyrramálið og þar hafa menn séð laxa að undanförnu, enda hægara um vik að skyggna ána en Hofsá