Áttundi árgangur af veiðiblaði Veiðihornsins, Veiði 2018, er komið út. Blaðið er stærra en nokkru sinni fyrr eða 124 síður að stærð og prentað á vandaðan pappír.
Ólafur Vigfússon segir um útgáfuna: „Af tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins ákváðum við að bæta í að þessu sinni og gera glæsilegt blað enn glæsilegra. Þetta er 8. Árgangur blaðsins en hingað til hefur það eingöngu fjallað um stangaveiðivörur. Að þessu sinni er hluti blaðsins helgaður skotveiði. Gríðarleg vinna liggur að baki útgáfu sem þessarar og erum við svo heppin að fá að vinna með eintómum snillingum í ljósmyndun og hönnun en Heimir Óskarsson hjá Tíu punktum ehf. Setti blaðið upp eins og mörg undanfarin ár. Til þessa hefur blaðinu verið dreift í byrjun júní en að þessu sinni ákváðum við að færa útgáfudagsetninguna fram til 1. Maí. Við vitum að fölmargir veiðimenn eru farnir að bíða eftir blaðinu okkar, Veiði. Veiði 2018 er eingöngu dreift í Veiðihorninu Síðumúla og eru veiðimenn boðnir velkomnir að sækja sitt eintak þangað.“