Bleikja, Kaldakvísl
Bleikjubolti úr Köldukvísl.
Minnivallalækur
67 cm urriði úr Hólmakvíslum í Minnivallalæk. Myndin, og sú að neðan, eru fengnar á FB síðu Strengja.

Veiði er víða að taka við sér þar sem kuldi fyrstu daga apríl hömluðu, t.d. í Minnivallalæk. Þar er nú fínasta veiði og fiskur dreifður um allt. Mest era ð veiðast rígvænn fiskur, 50 til 60 cm og stærri innan um.

Ekki höfum við fregnað af síðustu helgi, en VoV kíkti við í kofanum í vikunni og stoppaði nógu lengi til að setja í og landa 62 cm urriða í Stöðvarhyl. Í veiðibók mátti sjá fimmtán færslur eftir rólega daga þar á undan. Flestir voru fiskarnir skráðir á bilinu 50 til 60 cm, en tveir þeir stærstu 67 og 68 cm. Alls voru þá 19 í bók og aðeins tveir þeirra á straumflugur.

Viðarhólmi, Minnivallalækur
Hörku eintak, 68 cm úr Vi-ðarhólma.

Nær allir hinna á PT, sem við gefum okkur að sé skammstöfum fyrir Phesant tail. Af þessum 19 voru aðeins tveir úr Stöðvarhyl og enginn af Húsabreiðu, sem er verulega óvenjulegt.

Kristján Páll Rafnsson, Kaldakvísl
Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner með stórglæsilega bleikju úr Köldukvísl.

Þá heyrðum við fregnir af því að félagarnir í Fish Partner hefðu farið í reynslutúr í Köldukvísl og gert það gott. Var sex boltableikjum landað og fleiri hristu sig af. Kvíslin er samkvæmt því dottin í gang. Það eru engir væsklar , bleikjurnar í Köldukvísl, flestar 50 til 60 cm og þungar eftir því.