Hítará, Lundur
Við Hítará, veiðihúsið Lundur. Myndin er fengin af vef SVFR.

Hítará er ekki að fara til Hreggnasa eins og við álitum eftir ákveðnar ábendingar, heldur er erlendur aðili sem við höfum ekki getað grafið upp hver er, utan að samstarfsmaður hans heitir “Vigfús”, að fara að landa ánni.

Eins skringilega og það hljómar þá er verið að semja við þann hóp sem að var með næst lægst tilboðið, hóp sem heitir Grettistak og var með tilboð upp á ca 50 milljónir. VoV hefur reynt nokkuð að grafast fyrir um félagið, en það eina sem fyrir liggur er að fyrir því fer erlendur veiðimaður sem hefur veitt í ánni í 40 ár og hefur aldrei áður komið að leigu að íslenskum laxveiðiám