Tungulækur 2018
Glæsilegur vorbirtingur úr Tungulæk í dag. Myndir tók Ingólfur Helgason.

Jæja, fréttir frá Tungulæk þrátt fyrir allt! Við heyrðum í Ingólfi Helgasyni leiðsögumanni hjá Icelandicflyfishermen.com sem umboðsselur í ána. Veiðin var all svakaleg, eins og oftast nær.

Tungulækur, Skaftá
Birtingur þreyttur í skilum Tungulækjar og Skaftár.

Ingólfur sagði: „Frábær opnunardagur að baki í Tungulæk þar sem jörð var hvít þegar opnunarhollið hóf veiðar í morgun. Ríflega 100 sjóbirtingum af öllum stærðum var landað og sleppt í dag á 3 stangir á þessu magnaða svæði.“

Kalt var á þessum slóðum í dag og hiti um eða undir frostmarki. Tungulækur er kaldur eins og Eldvatn, en auðveldari þar sem fiskur bunkast meira upp á litlu svæði. Eins og sagt er um birtinginn, hann liggur ofan í holu og ef þú ætlar að ná honum þarf flugan að detta ofan í holuna. Holurnar eru afar afmarkaðar í Tungulæk.