Tveir vænir úr Eyjafjarðará í morgun. Myndin er af vef Veiðiflugna.

Eyjafjarðará hefur verið vaxandi stofn sjóbirtings síðustu árin og vorveiðin þar verið athyglisverð. Aðstæður í morgun voru erfiðar, aðellega vegna mikils vinds, en hitastigið var þó 6 gráður.

Veiðimenn fóru á stjá uppúr hádegi, skv vef Veiðiflugna, og um hádegið var búið að landa tíu fiskum. Mest var veiðin á neðstu svæðunum. Mest voru þetta 60 til 70 cm birtingar, en sá stærsti losaði 80 cm!