Gunnar Óskarsson.
Gunnar Óskarsson formaður SVFK með 91 cm ferlíki, eitthvað hefur hann vegið bjartur og flottur að hausti.

Enn og aftur er frábær veiði við opnun Geirlandsár. Stjórnin var þar að venju að opona og var veiðin geggjuð. Yfir áttatíu var landað, þar af einum 91 cm og veiddust því tveir slíkir á fyrsta degi, því annar slíkur veiddist í Tungufljóti.

Geirlandsá.
Risahængur fær koss að skilnaði í Ármótum Geirlandsár. Myndir tók Arnar Óskarsson.

Arnar Óskarsson gjaldkeri SVFK tjáði sig á FB statusi og sagði þar: „Það er fullt af fiski í ánni og settu menn vel í hann á neðstu svæðunum. Áður en dagurinn var úti þá var búið að landa rúmlega 80 fiskum. Bæði geldfiski og hrygningarfiski í bland. Hrygningarfiskurinn er mjög stór og var stærstur 91 cm hængur sem Gunnar formaður landaði.

Geirlandsá.
Nóg að gera á Görðunum í Geirlandsá í dag.

Hausstór og mikill og má vel ímynda sér hversu þungur og fallegur þessi fiskur hefur verið nýgenginn að hausti. Þá náði Óskar Gunnarsson að landa öðru ferlíki sem var 88 cm. Auk þess voru þrír aðrir yfir 80 cm og margir um og yfir 70 cm. Öllum hrygningarfiski var sleppt eins og reglur segja til um. Hluti af fallegum geldfiski endar samt á grilli árnefndarmanna.“