Smálax lætur vaða í Fossinn í Elliðaánum. Ath að myndin er ekki ný. Mynd Heimir Óskarsson.

Mikið hefur verið rætt um hrun í laxveiði í Borgarfirðinum í sumar og að það sé í smávegis blóra við að veiðin er skárri en í fyrra bæði sunnan Borgarfjarðar og vestan hans. Kíkjum aðeins á stöðuna með tilliti til talna á angling.is

Við skoðun á hinu glatað sumri 2019 þá er þetta ekki alveg klippt og skorið. Staðan í Borgarfjarðaránum er alvarlega, vissulega, en sumar eru lakari en í fyrra, ef að það var hægt, aðrar skárri. Skoðum:

Þverá/Kjarrá endaði í fyrra með 1133 laxa sem þóti eiginlega vera varnarsigur. Núna var staðan 965 laxar og við höldum að það sé svona um það bil lokatalan að þessu sinni.

Norðurá má eiga það að hún hefur verið skárri, 922 s.l. miðvikudag á móti 577 lokatölu í fyrra. Skárra, en agalega slakt samt.

Grímsá er eiginlega hálfgerð eyðimörk. Slök tala frá í fyrra, 724 er miklu lakari núna, 461! Flóka og Gljúfurá eru á svipuðu róli, Flóka með 208 á móti 233 í fyrra og Gljúfurá með 152 á móti 156 í fyrra. Þessar ár eru enn opnar en tölur munu tæplega hækka að ráði úr því sem komið er.

En svo er farið aðeins vestar og aðeins sunnar: Laxá í Kjós með 763 á móti 372 í fyrra, 391 laxi meira. Laxá í Leirársveit með 525 laxa á móti 359 í fyrra, 166 fleiri en í fyrra. Langá með 913 laxa á móti 659 í fyrra, bati uppá 254 laxa. Hítará með 480 laxa á móti 204 í fyrra, 276 laxa bati. Straumfjarðará 271 lax á móti 169 í fyrra, bati uppá 102 laxa. Þetta eru langt því frá glimrandi tölur og flokkast undir slakt sumar. En er samt hátíð hjá hörmunginni 2019. Þannig að, hvað næst?