Laxá í Laxárdal
70 cm hrygna úr Laxá í Laxárdal.

Menn eru nokkuð sáttir við opnun urriðasvæðisins í Laxárdal nyrðra, þar er meðalstærðin stærri engengur og gerist. Við heyrðum í Bjarna Höskulssyni umsjónarmanns á svæðinu og báðum hann um að taka stöðuna. Þetta sagði Bjarni:

Opnunarhollið með 7 stangir veiddi 48 urriða. 14 af þeim voru undir 60 cm og tveir þeir stærstu voru 70 cm. Menn voru að taka þetta á ýmsar púpur og svo á streamer. Frá sunnudegi þegar opnun lauk hafa verið ca 4 stangir á dag í ánni. Það hefur veiðst þokkalega og heilt yfir er fiskurinn mjög vænn og í nokkuð góðu standi.“ Sem sagt góðar fréttir úr Dalnum, þar hefur verið ákveðjn niðursveifla sem mögulega hefur verið að rétta úr sér, þessar fréttir lofa alla vega góðu.