Veiðihornið Frontiers
Það hafa margir áhuga á fluguveiðum í suðrænum söltum sjó. Allar myndir tók Heimir Óskarsson.

Á dögunum héldu Veiðihornið og Frontiers kynningarkvöld um veiðiferðir til fjarlægra slóða og var ákveðin áhersla á suðurhöf. Óli og María í Veiðihorninu hafa stundað svoleiðis ferðir stíft allra síðustu ár og miðluðu af reynslu sinni auk þess sem Tarquin Millington-Drake hjá Frontiers miðlaði af reynslu sinni.

María Anna Harpa Hlín
Tvær öflugar, María Anna í Veiðihorninu og Harpa Hlín hjá Iceland Outfitters til hægri.
Einar Falur, Ólafur Vigfússon, Pétur Pétursson
Þrjár kanónur, f.v. Einar Falur Ingólfsson, Ólafur Vigfússon og Pétur Pétursson
Tveir góðir, Guðmundur Atli, leigutaki Laugardalsár og Fossár í Þjórsárdal og Jói í Veiðihorninu, höfuðskraut Jóa er ódauðlegt!

Eins og sjá má af myndunum sem Heimir Óskarsson tók á vettvangi, var fjölmennií Veiðihorninu og góður rómur gerður að erindum Óla, Maríu og Tarquin. Við leyfum myndunum að tala sínu máli og birtum síðar meira frá þessu kvöldi, enda höfum við meldað meira efni frá Tarquin.