Hópið, Gljúfurá
58 cm bleikjutröll landað í ósi Gljúfurár við Hópið. Mynd -gg.

Athyglisvert veiðisvæði er komið í útboð. SVFR hefur haft þetta svæði í umboðssölu í mörg ár, en nú er greinilega breyting. Kolkusvæðið í Skagafirði.

Í mörg ár hefur SVFR haft svæðið í umboðssölu fyrir leigutakann en því er nú lokið. Í frétt sem birst hefur segir: „Útboð á veiði í Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá í Skagafirði. Veiðifélagið Kolka óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir árin 2018–2020, að öllum árum meðtöldum.  Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Nánar geta lesendur skoðað angling.is. En Kolkusvæðið er spennandi, Kolbeindalsá og Hjaltadalsá, þær eru báðar oft gruggugar, sérstaklega Kolbeinsdalsáin. En oft, mjög oft eru þær skikkanlega hreinar. VoV hefur tvisvar gert stopp þarna. Einu sinn átt unaðslega kvöldstund við stífluna í Kolbeindalsánni, 8-9 stórar bleikjur þá og 16 punda hrygna í ármótum jökulánna daginn eftir. Nokkrum árum seinna stoppuðum við í bara klst og tókum 3 vænar sjóbleikjur úr fossinun. Þarna hafa veiðst frá 9 til 75 laxar a sumri síðustu árinaplús mikið af stórri sjóbleikju. Þetta er eðalsvæði.