Svíar sauma að laxeldi í Eystrasalti

Sjókvíaeldi fyrir vestan.

Sænskur hæstiréttur sem fer með umhverfismál, „The Swedish Supreme Environmental Court“ hefur úrskurðað að setja blátt bann á laxeldi í opnum kvíum á þremur svæðum í Eystrasalti, draga úr eldi á fjórða staðnum og jafnframt loka eldisstöðvum á þeim slóðum yfir næstu þrjú árin.

Dómur þessi var kveðinn upp í framhaldi af svokölluðum Weser-dómi  hjá Evrópusambandsdómstólnum (EU-Court) í tengslum við nýjar og hertar reglugerðir er varða aukin umhverfisgæði. Mengun og ofveiði á fiskistofnum hafa herjað á Eystrasaltið til fjölda ára og auk þess að fella umræddan dóm, veltir dómstóllinn upp þeim spurningum hvort að og hvernig laxeldi í sjókvíum  geti verið besta aðferðin til laxeldis og eins hvernig menn geti tryggt og vitað að náttúran og umhverfið á eldisstöðum hafi bolmagn til að brjóta niður úrgang frá svo umfangsmiklu eldi. Líklegt er talið að dómur þessi muni leiða af sér að allt laxeldi verði lagt af í Eystrasalti á þeim slóðum þar sem sjór hefur ekki góða umhverfis stöðu (Good ecological status), eins og kemur fram í frréttatilkynningu frá NASF.

Víða erlendis er farið að sauma að laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn hafa áform um að færa eldi uppá land og Svíar hafa hert reglur sbr fréttin hér að ofan. Á sama tíma var frétt á RUV í kvöld þess efnis að stefnt væri að, og leyfi fengin, fyrir margföldun á sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Talað um allt að 100þúsund tonn í náinni framtíð.