Skjálftavatn
Risableikja úr Skjálftavatni s.l. sumar....

Umsjónaraðilar Litluár og Skjálftavatns í Kelduhverfi hafa birt veiðiskýrslur síðustu vertíðar. Þetta er eitt rómaðasta sjóbirtings, bleikju- og urriðaveiðisvæði landsins og þótt víðar væri leitað, enda eru tölurnar magnaðar.

Skjálftavatn
Það eru gríðarlega vænar bleikjur í Skjálftavatni

Vertíðin er löng á svæðinu, 1.apríl og fram eftir október. „Alls veiddust 1438 fiskar í Litluá en það er lítilsháttar aukning frá fyrra ári,“ segir í fréttatilkynningu. Og þar stendur enn fremur: „ Í Skjálftavatni veiddust 817 fiskar sem er samdráttur frá síðasta ári en þá veiddust 995 fiskar. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 2255 fiskar en á síðasta ári veiddust 2420 fiskar. Þetta er um 7 % samdráttur á vatnasvæðinu. Heildarveiðin er rétt neðan við metaltal áranna 2011-2017. Enginn skortur var á vænum fiskum í Litluá og Skjálftavatni frekar en undanfarin ár.

Litlaá
Samanburðartölur, þetta er alvöru verstöð.
Segir söguna.

Skipting tegunda er eftirfarandi, tölur frá 2010-2016 eru með til samanburðar. Síðustu tvö ár hafa verið nálægt meðallagi og talsvert betri en 2015 en þá var talsverður samdráttur. Nokkuð vantar þó á að ná metárinu 2014. Erfitt er að lesa út úr þessum tölum einhverja þróun í veiði einstakra tegunda.