Laxatorfa. Mynd Heimir Óskarsson.

Þann 12.7 var ein laxveiðiá komin í fjögurra stafa tölu. Það var Þverá/Kjarrá og litlu munaði, hún hafði skilað skv angling.is, 1001 laxi í gærkvöldi, en á sama tíma í fyrra hafði áin gefið 1003 laxa. Þá voru all nokkrar ár til viðbótar komnar meira og minna yfir 1000 stykkin.

Að venju verðum við með samantektina okkar, krufninguna, á síðum Veiðislóðar og kemur hún síðar í dag 13.7. En þetta segjum við núna:  Af 26 ám sem komnar voru með nýja tölu voru 20 lakari heildartölu en á sama tíma í fyrra og sumar þeirra miklu lakari. Aðeins 6 ár voru með betri tölu en á sama tíma í fyrra. Hins vegar, á jákvæðu nótunum, voru 16 af umræddum 26 ám með betri vikutölu, 10 hins vegar lakari. Þannig að sums staðar a.m.k. er stígandi.