Hornflúð, Hilmar Hansson
Ekki lítið mál að sporðtaka svona eintak....

 

Eins og fram hefur komið þá fór veiði vel af stað í Laxá í Aðaldal. Byrjaði niður frá og nokkrum dögum seinna í Nesi. Þar hefur verið nokkuð líflegt og slatti af stórlaxi. Stærsti lax sumarins veiddist þar núna seinni partinn, 105 cm með mikið ummál!

Hilmar Hansson, Hornflúð
Hilmar Hansson með tröllið af Hornflúð.

Það var annálaður stórlaxahrellir sem landaði laxinum, Hilmar Hansson sem um skeið átti og rak veiðibúðina Veiðiflugur. Hann skellti í byrjun status á FB þar sem hann greindi frá helstu upplýsingunum, Hornflúð, flugan Græn flúð, lengdin 105 cm og ummálið 61 cm. Við höfðum samband við Hilmar og óskuðum eftir meira kjöti á beinin og hann svaraði um hæl:  „Já stærstur til þessa. Það er töluvert af fiski hér í Nesi, en grönn taka. Við erum búnir ađ landa öðrum 88 cm fiski en missa 3 fiska. Þessi fiskur reiknast 13,5 kg eða 30 pund ( lbs) Hann var hrikalega skemmtilegur og stökk fyrir mig einum 5 sinnum. Viđ höfum orðið varir við göngur í dag og 88cm fiskurinn var alveg nýr og líka sá sem viđ misstum.“