Sogið, Tómas Lorange Sigurðsson
Bjartir lúsugir smálaxar úr Ásgarði, "kvótinn". Mynd Tómas Lorange Sigurðsson.

Eftir rólega byrjun er Sogið mögulega að detta í gang, talað er um að vissir veiðistaðir „kraumi“ og það er smálax sem að er að gera gæfumuninn, enda lítið orðið eftir af stórlaxi í Soginu.

Við heyrðum í Tómasi Lorange Sigurðssyni, sem var í ánni í dag og hann sagði: „Það var líflegt, við byrjuðum við Frúarstein(Ásgarður) og settum í fjóra laxa fyrsta klukkutímann. Svo róaðist það, en þeir eru feitir í ár og voru allir með lús þannig að það gæti orðið flott í fyrramálið. Einn í hópnum var aðallega á bleikjuveiðum, endaði í Símastreng og landaði þar tuttugu bleikjum sem flestar voru um 4 pund. Flestar tóku Pheasnt tail,“