Ásgeir Heiðar með tröllið. Mynd er frá Bjarna Júlíussyni.

Enn einn stórlaxinn kom á land í morgun, þ.e.a.s. 100 cm plús, sá kom úr Eystri Rangá þar sem verið hefur hörku veiði að undanförnu og margir stórir í bland. Þessi er þó líklega stærstur úr ánni til þessa.

Það var hinn kunni veiðimaður og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar sem setti í tröllið. Cm-málin vantar okkur að öðru leyti en því að hann var yfir 100 cm og áætlaður yfir 20 sem ekki þarf að efast um þegar holdafar laxins er skoðað. Þetta var hængur sem berðist harvítuga og þurfti hinn reyndi veiðimaður að kljást við tröllið í heila klukkustund.