Jón Gunnar Benjamínsson, Eyjafjarðará
Jón Gunnar Benjamínsson með flotta sjóbleikju úr Eyjafjarðará. Hann hefur nú vakið athygli á alvarlegum atburðum sem þar vofa nú yfir.

Það er ekki fyrr búið  að reisa Eyjafjarðará við með risa verndunarátaki eftir að ofveiði hafði næstum gengið af henni dauðri, en að opinberir aðilar voga sér að stofna lífríki árinnar í hættu á ný. Jón Gunnar Benjamínsson póstaði eftirfarandi og óhætt að segja að svona lagað verður að fygjast vel með.

„Eyjafjarðará er gjöf sem heldur áfram að gefa. Þvílík á, þvílíkar bleikjur, þvílík náttúra. Nú liggur þetta svæði undir skemmdum af mannavöldum þar sem Skipulagsnefnd og Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar hafa heimilað byggingu rennslisvirkjunnar í landi Tjarna og viðbúið að þarna verði mikið rask auk breytinga á rennsli árinnar. Því er alls óvíst um hvaða áhrif þessar framkvæmdir munu hafa á þennan einstaka bleikjustofn sem áin geymir og sem virðist loksins vera að rétta úr kútnum í kjölfar mikils verndunarátaks sem við í stjórn veiðifélagsins settum á fyrir nokkurum árum. Hér er enn verið að gambla með náttúruna á kostnað komandi kynslóða sem mér finnst ömurlegt. Hafi allir sem hleyptu þessu í gegn skömm fyrir.“