Laxinn er genginn í Skjálfandafljót eins og svo víða annars staðar og spyr ekki um hvenær veiði hefst. Landeigandi einn var forvitinn að vita hvort að eitthvað væri komið í ána eftir allar fréttirnar og jú….

Iceland Outfitters hafa verið fyrirferðamikil síðustu daga, svæðin þeirra hafa verið að troða sér fram fyrir gömlu hefðbundnu opnanirnar. Aðallega þó Urriðafoss í Þjórsá. En svo núna Skjálfandafljót. Harpa Hlín, einn eigenda IO sagði okkur í kvöld: „Laxinn er mættur í Skjálfandafljót, en laxveiðin hefst formlega þar þann 18 júni. Einn Landeigenda, Steingrímur Vésteinsson, fór út með spúnastöng til þess að tékka á því hvort sá silfraði væri mættur á Austurbakka neðri og viti menn, glæsileg 2 ára hrygna nelgdi spúninn með það sama, þetta veit á gott.“