Steingrímur Friðriksson með fyrsta lax sumarsins úr Deildará, dreginn úr Langhyl þar sem annar miklu stærri sást stökkva.

Veiðar hófust í Deildará þann 20. júní og voru í hádeginu komnir fimm laxar á land, segir á FB síðu leigutaka Deildarár, en hún er sem kunnugt er á Melrakkasléttu.

Einnig segir á téðri FB síðu: „87 cm hrygna veiddist í Minkahyl, 86 cm hængur í Langhyl, 80 cm hængur og 74 cm hrygna í Melrakka og 73 cm hrygna í Illakeldu.

Mjög lífleg opnun og misstu veiðimenn sex laxa til viðbótar. Þar af einhverja sem réttu úr krókum við löndun. Mjög stór fiskur sem veiðimenn áætluðu um 100 cm stökk jafnframt í Langhyl.“