Blanda fór vel af stað

Reynir M. Sigmundsson með glæsilega 93 cm hrygnu úr Blöndu í morgun. Myndina tók Höskuldur Birkir Erlingsson.

Þrír voru komnir úr Blöndu eftir klukkutíma og horfur góðar þrátt fyrir kalsaveður. Flott byrjun og fyrirsjáanleg því vatnsleysið háir ekki Blöndu eins og dragnánum og svo höfðu menn séð göngur að undanförnu.

Laxarnir þrír voru 78 til 93 cm og allir með lús. Þann stærsta veiddi Reynir M. Sigmundsson á fluguna Frigga á Breiðunni að sunnan. Við höfum frétt af öðrum 93 cm í vor, sá kom úr Urriðafossi. Meira seinna í dag, þetta er bara rétt að brja í Blöndu.