Klár í bátana....

Við ætlum að ýta úr vör umfjöllun um flugur, laxaflugur og silungaflugur. Nils Folmer ríður á vaðið og segir frá nokkrum af sínum flugum og verða frásagnir hans einskonar „teaser“ á framhaldið, því síðan færum við efnið inn á áskriftarsíðuna. Þar verður einnig fleira nýtt efni, en nóg af fríefni á VoV eftir sem áður. Fyrsta flugan er hin rómaða Autumn Hooker.

Nils með einn af mörgum stórum sem hann hefur landað í gegnum árin.

Nils, sem er einn fengsælasti fluguveiðimaður landsins, segir hér frá einni af sínum frægari flugum Autumn Hooker, tilurð hennar og fengsæld. Bætir svo um betur með því að sýna hvernig flugan er hnýtt, lið fyrir lið. Og byrjar hér:

Butt: skært Neon Grænt Flos
Leggur: Svart UV Tinsel. Koparvír

Nils segir frá:  „Ég hnýtti þessa flugu fyrst 2002 og frumraun hennar var í Miðfjarðará 2003, en þar var ég að veiðum með mínum kæra veiðifélaga Jóhannesi Hinrikssyni. Flugan reyndist gríðarlega öflug. Mig minnir að við höfum verið með 90 prósent af aflanum í hollinu og allt á Autumn Hooker, en það er ekki óalgeng tölfræði fyrir hana þar sem menn þekkja hana og nota. Í gegnum árin, til þessa dags, hefur flugan unnið sér traustan sess, sem ein öruggasta flugan sem kastað er í vatn, sama hvar á landi er. Og erlendis líka.

Undirvængur: Gulur Arctic Runner

Þrátt fyrir nafnið, Autumn Hooker, þá virkar þessi fluga einnig fádæma vel bæði á vorin og um hásumar. Satt best að segja virkar hún í öllum kimum vertíðarinnar. Ég held að ef ég stæði frammi fyrir því að þurfa að velja eina flugu til að hafa í boxinu mínu, þá yrði það Autumn Hooker.

Miðvængur: Appelsínugulur Arctic Runner. Flass: Brons/gull fín englahár

Autumn Hooker, líkt og önnur fengsæl fluga á smiðju minni, Radian, virkar hún best ef hún er hnýtt úr hrosshárum/Arctic Runner. En það er erfitt að finna rétta hrosshárið til að ná réttri „taperingu“ í vænginn. Ef hún skal hnýtt með refshárum verður hún að vera léttklædd því annars verður flugan of klunnaleg og „dauð“ í vatninu. Af reynslu minni hef ég margoft séð að laxinn bregst þá við með allt öðrum hætti. Athuga einnig dálítið af bronslitum englahárum í vængnum, venjulegt flass getur verið of áberandi og nærgöngult við laxinn sem mér finnst að letji hann til töku. Annars eru margir litir í Autumn Hooker, svartur, appelsínugulur, gulur, grænn ólívugrænn, blár og brons þannig að segja má að þarna sé eitthvað fyrir alla….laxa! Ég hnýti annars fluguna oftast á tvíkrækjur, en útbjó einnig tungsten túpu afbrigði fyrir maðkapyttina.“

Yfirvængur:  Svartur Arctic Runner
Efst, appelsínugulur Guinea Fowl, skegg:  Appelsínugult og límónugult Schlappen.
Jungle Cock, eða frumskógarhani í kinnum….eða bara blátt Schlappen. Hausklútur grænt Metallic eða neongrænt, eftir smekk.Blue or just some blue Schlappen Picture 9 Head band: Green Metallic or Neon Green.

Svo mörg voru þau orð, aðspurður hvar flugur hans væru á boðstólum nefndi hann Veiðiflugur á Langholtsvegi og Veiðivon. „Þær búðr eru báðar með leyfi frá mér og eru með 15-20 flugur frá mér. En ég hnýti þær ekki, þær eru framleiddar fyrir þá annars staðar. Ég hef alveg nóg með að hnýta fyrir sjálfan mig þó ég græi eina og eina pöntun fyrir vini. Ég hef bara of mikið að gera til að ég vilja verja frítíma mínum í að hnýta. Það yrði aldrei sjálfbær viðauki við vinnu mína. Vil frekar eyða frítíma mínum í að veiða!“