Tungufljót, Lárus Lúðvíksson.
Lárus Lúðvíkson á varla eftir að setja í annan eins fisk á ferlinum, en hver veit, sumum er það gefið.

 Hér er hann kominn, hinn höfðingi dagsins, og báðir eru enn á lífi. 91 cm, veiddur af Lárusi Lúðvíkssyni í Syðri Hólma í Tungufljóti. Tveir svona risar á einum degi er ekki venjulegt.

 

Sem sagt, þeir voru tveir svona í dag, hinn í Geirlandsá. Þessir foringjar eru yfir tuttugu pundunum nýir, miklu þyngri heldur en laxar af sömu lengd…og eldri. Gunnar Óskarsson formaður SVFK staðfesti í samtali við VoV í kvöld að opnunin í Geirlandsá væri met. Og við erum að tala um voropnun þar sem stjórnin hafði áhyggjur af því að þetta yrði glatað út af kulda. En sum sé, það eru líkur á því að dragi úr veiði einmitt út af kulda, en það er uppsveifla í birtingi og veiðin verður geggjuð um leið og skilyrðin batna á ný…