Smálaxagöngur í Borgarfirði virðast hafa verið þéttari en annars staðar. Mynd -gg

Það hefur verið eftir því tekið hversu illa Eystri Rangá fór af stað í vor og framan af sumri, en nú virðist vera komið eðlilegt ástand, það var lítið af stórlaxi og smálaxinn var seinn….

…VoV fékk skeyti frá Einari Lúðvíksyni, umsjónarmanni Eystri Rangár og hann sagði: „Þetta lítur betur út, við erum komin í fimmtíu laxa á dag“ og sannarlega skiptir það máli, enda voru það vikutölur um daginn. En í raun er þetta það sem búast mátti við, í fyrra var óhemja af stórlaxi en lítið af smálaxi, þess vegna var lítið af stórlaxi núna og síðan var spurningin hvenær smálaxinn kæmi….stundum kemur hann í júní, stundum í fyrri straumi júlí og svo er alltaf mögueliki að hann komi í seinni straumi júlímánaðar….

….og þess má geta að það eru fín mál í gangi á öðrum svæðum Einars á Suðurlandi, þannig var síðasta holl í Þverá í Fljótshlíð með 33 laxa….sem verður að teljast frábært miðað við hversu ódýr kostur Þverá er….