Hér er rýnt í nýjar tölur frá angling.is og margir eflaust spenntir þar sem að víða rigndi bærilega í 1-2 sólarhringa áður en vikan leið. Vissulega glæddist veiðin víða og þau tíðindi urðu einnig að Eystri Rangá rauk ansi hressilega framúr Urriðafossi og tók fyrsta sætið. Ytri Rangá, Vopnafjarðarárnar og Elliðaárnar eru hvað eftirtektarverðastar. Þverá/Kjarrá átti sína lang bestu viku og all nokkrar ár voru einnig með sínar bestu vikur þó að þetta séu ekki tölur samboðnar miðjum júlí, nema kannski í fyrst nefndu ánum.
Hér förum við í rýnina, að vanda er fremsta talan nýjasta heildartalan, strax á eftir er nýjasta vikutalan og í svigunum fyrri vikutölur, nýrri fremst og síðan koll af koli fram að opnun.
Eystri Rangá 686 – 281 (170 -142 – 63)
Urriðafoss 560 – 58 (75 – 108 – 63 – 72)
Miðfjarðará 307 – 105 (84 -55 – 39 – 24)
Ytri Rangá 291 – 127 (71 – 36 )
Blanda 265 – 90 (40 – 25 – 25 – 31)
Þverá/Kjarrá 251- 111 (62 – 17)
Elliðaárnar 237 – 84 (72 – 81 – 45)
Selá í Vopn 204 – 142 (46 -16)
Haffjarðará 185 – 52 (42 – 51)
Laxá í Aðaldal 156 – 42 ( 44 – 26 )
Grímsá 149 – 55 (28 – 35 – 21)
Hofsá í Vopn 126 – 72 (37 – 13 – 4
Brennan 126 – 4 (15 – 14 -39 – 19 – 35)
Laxá á Ásum 108 – 54 (36 – 12
Norðurá 107 – 24 (28 – 26 -18 – 4)
Víðidalsá 102 – 45 (21 – 16 )
Langá 101 – 50 (16 – 21 – 12)
Flókadalsá 78 – 20 (25 – 33 – 16)
Jökla 76 – 28 (33 – 14)
Vatnsdalsá 64 – 22 (21 – 8 )
Laxá í Kjós 63 – 21 (17 – 19 – 3)
Neðar í listann ætlum við ekki að sinni, en þó má geta þess að ár eins og t.d. Leirvogsá (29), Úlfarsá (23) og Búðardalsá (17) voru með sínar al bestu vikur sumarsins. Nutu vætunnar. Lesendur geta séð miklu meira á www.angling.is