Klaus Frimor kennir fluguköst

Klaus Frimor
Klaus með einn rosalegan í Laxá í Aðaldal. Hann er snillingur í fluguköstum og mun miðla af þekkingu sinni næstu daga.

Snillingurinn Klaus Frimor sem er mörgum íslenskum veiðimönnum að góðu kunnur, verður með flugukastkennslu hér á landi í samstarfi við Veiðiflugur, á næstu dögum. Sjá hér hluta úr fréttatilkynningu Veiðiflugna.

„Veiðiflugur standa fyrir flugukastkennslu um miðjan júlímánuð. Leiðbeinandi verður Klaus Frimor sem er íslenskum veiðimönnum að góðu kunnur enda starfað hérlendis við leiðsögn um árabil. Klaus er einn færasti flugukastari heims og býr yfir mikilli þekkingu á sviði fluguveiða. Hann starfar í dag sem stanga- og línuhönnuður hjá Loop Tackle en auk þess kennir Klaus fluguköst víða um heim. Kennt verður á einhendur föstudaginn 13. júlí og á tvíhendur laugardaginn 14. júlí. Kennslan fer fram við Rauðavatn og er mæting þangað kl. 18:00 á föstudag, en kl. 12:00 á laugardeginum. Gera má ráð fyrir að námkeiðið standi í um 4 klukkustundir. Aðeins takmarkaður fjöldi þátttakenda er heimilaður á hvort námskeið. Mælt er með því að veiðimenn komi með eigin stangir en Veiðiflugur útvega flugustangir sé þess óskað.“