Sá fyrsti úr Eldvatni, 74 cm hængur og eins og sjá má er hann frekar langt frá því að vera nýgenginn. Myd Jón Hrafn Karlsson.

Fyrstu sjóbirtingarnir í Vestur Skaftafellssýslu eru farnir að láta á sér kræla, t.d. hafa fyrstu fiskarnir veiðst í Eldvatni, Vatnamótunum  og Geirlandsá. Einnig er óstaðfest að fiskur hafi einnig verið dreginn úr Tungulæk. Þar er þó síðsumarsveiðin ekki formlega hafin.

Jón Hrafn Karlsson einn af leigutökum Eldvatnsins fann smugu til að líta á ána í kvöld og sagði við okkur: „Fyrsti sjóbirtingur sumarsins úr Eldvatninu , 72cm hængur sem tók svarta Flæðarmús í Hundavaði. Við feðgarnir tókum nokkur köst eftir kvöldmatinn urðum líka varir við fisk í Hvannakeldu.“

Þann 28.7 var svo frá því sagt á vefsíðu Stangaveiðifélags Keflavíkur að fyrsti sjóbirtingurinn hefði veiðst. Tók sá einnig flugu, í veiðistaðnum Kleifarnefi og var um bjarta og fallega 10 punda hrygnu að ræða. Sem fyrr segir, höfum við á VoV einnig heyrt af birtingum í Vatnamótunum og Tungulæk.