Sportveiðiblaðið í 40 ár!

Kápumynd blaðsins, gömul klassík, Pétur Steingrímsson undir árum og fornvinur hans sálgui Bill Young að veiðum.

Nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út. Og ekkert venjulegt blað að þessu sinni. Þetta er 40 ára afmælisútgáfa. Já, það eru 40 ár síðan að Bender hleypti fyrsta blaðinu af stokkunum.

Í fréttatilkynningu sem okkur barst frá Gunnari Bender segir m.a.: „Sportveiðiblaðið er 40 ára og við gefum ekkert eftir! Þetta tölublað er hlaðið efni af því tilefni og viljum við þakka lesendum fyrir að hafa stutt við okkur í öll þessi ár og gert útgáfuna mögulega. Nýtt veiðitímabil er hafið og þegar þetta er skrifað er sá silfraði þegar farinn að nálgast strendurnar enda eru ekki nema örfáir dagar þangað til laxveiðitímabilið hefjist.

Í þessu tölublaði tökum við viðtal goðsögnina Pétur Steingrímsson í Nesi, Sigurð Sigurjónsson stórleikara, Einar Pál eða Palla í Veiðihúsinu eins og hann er gjarnan kallaður og við Helgu Gísladóttir stórveiðikonu sem kann best við sig í vöðlum meiri part sumars.“