Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólason formaður SVFR.. Myndina fundum við á FB síðu Jóns.

Aðalfundur SVFR verður haldinn á morgun og það telst alltaf til ákveðinna tíðinda. Ekki verða formannaskipti, ekkert mótframboð kom gegn sitjandi formanni, en að öðru leiti gætu orðið ákveðnar mannabreytingar þar sem kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

Í frétt á vef SVFR stendur m.a. þetta:  „Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum til stjórnar og fulltrúaráðs. Formaðurinn er sjálfkjörinn en kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Fimm félagsmenn í fulltrúaráð eru sjálfkjörnir.“

Síðan kemur fram hverjir hafa boðið sig fram til stjórnarkjör og sá listi er eftirfarandi:

Framboð til formanns: Jón Þór Ólason

Framboð í stjórn: Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson, Rögnvaldur Örn Jónsson og Trausti Hafliðason.

Framboð í fulltrúaráð: Gylfi Gautur Pétursson, Jóhann Steinsson, Jónas Jónasson, Ólafur E. Jóhannsson og Reynir Þrastarson.

Sem sagt, eitthvað kann að breytast. Ekki þó formannssætið, en auk Jóns Þórs Ólasonar formanns skipa stjórnina a.m.k til morguns, Rögnvaldur Örn Jónsson varaformaður, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir gjaldkeri, Hrannar Pétursson ritari, Hörður Birgir Hafsteinsson, Ragnheiður Thorsteinsson og Ólafur Finnbogason meðstjórnendur