„Allt í lagi“ opnun

74 cm hrygna Hauks Geirs úr Steinholtskvörn....

Laxá í Leirársveit opnaði í gærmorgun og eru menn „sáttir“ með opnunina að sögn leigutakans Hauks Geirs Garðarssonar. Fjórir komu á land í gær, einhverjir slitu sig lausa og aðrir eltu flugurnar áður en þeir náðu áttum og hættu við.

„Já við erum öll sátt við þessa opnun og svo virtist sem að göngur væru að glæðast, enda vaxandi straumur. Fjórir í gær er alls ekki slæmt. Einn þeirra var 100 cm tröll  úr Sunnevufossi. Það voru laxar víða, en skemmtilegast var kannski að það voru nokkrir í Steinholtskvörn sem er rétt neðan við Miðfellsfljót, inni í miðjum dan. Þar veiddust tveir. Í morgun veit ég um tvo, annan úr efsta Vaðstreng og hinn úr Laxfossi. Fyrir okkur er þetta „allt í lagi“ opnun,“ sagði Haukur.