Í umræðunni um skort á möguleikum á seiðaeldi í kjölfar lokunar á seiðaeldisstöðinni á Laxeyri má nefna að Einar Lúðvíksson rekur stórt seiðaeldi á Suðurlandi og þó að verkefnin hjá honum séu ærin, þá getur hann lengi við sig bætt.

Einar sagði í samtali við VoV að hann væri nú þegar komin með seiðaframleiðslusamninga um nokkrar ár sem eru á snærum Lax-ár og nefndi hann t.d. Langadalsá við Djúp, Tungufljót í Árnessýslu og fleiri. Eldisstöðin í Húsafelli væri enn í fullum rekstri og sæi Ytri Rangá fyrir seiðum.

„Það má alveg koma fram að ég get framleitt öll þau seiði sem að menn vilja láta framleiða fyrir sig á Vesturlandi og lítið mál að flytja seiðin norður yfir Hellisheiði. Veiðifélag Ytri-Rangár elur sín seiði á Húsfelli og flytur þau suður yfir Hellisheiðina og það er ekkert erfiðara að flytja seiði hina leiðina,“ sagði Einar