Laxinn kominn – en samt ekki !

Laxá í Kjós, Kvíslafoss
Kvíslafoss í Laxá í Kjós, ekki mættur enn. Mynd Heimir Óskarsson.

Nú er undurstutt í laxavertíð, en laxinn ekki kominn. En kominn samt! Við tókum smá púls í dag, laxinn er kominn, en samt ekki!

Í dag er 20.mai, þennan dag hafa oft fyrstu laxarnir sést í Laxá í Kjós og jafnvel víðar. Eins og Haraladur Eiríksson leigutaki Laxár sagði í samtali í dag, þá komu eitt sinn fyrstu nýrenningarnir 8.mai. En það er undantekning. Harlaldur sagðiist kíkja í ána daglega, jafnvel oft á dag. Laxinn væri ekki kominn, en það væri héðan af bara tímaspursmál.

Nokkrar ár hafa skartað fyrstu nýrenningunum í mai í gegn um árin, okkur dettur strax í hug Laxá í Aðaldal, Haffjarðará og Elliðaár. Og Norðurá og Þjórsá.

En hvað er að gerast við ströndina. VoV hefur tíðindamann sem er með augun útum allt, Guðmund Falk, Suðurnesjamann. Við spurðum hann hvað hann hefði séð síðustu daga:

Guðmundur sagði: „Laxatorfur voru við Kalmannsvík a Reykjanesi í göngu norður með sttöndini og svo er eg viss um að í Ósabotnum var nokkuð stór torfa af bleiklaxi allavega minni fiskur, en gæti hafa verið bleikjutorfa líka, sjóbleikju fer fjölgandi her þar sem hluti seiða sleuppur gegnum affalið hja eldisstöðvum hér.“

Þannig, kæru lesendur, það er líflegt í sjónum þó að fyrstu nýrenningarnir hafi ekki enn sýnt sig í Kjósinni. Gæti stafað af óvenju snjóþungum vetri og kaldara vatni í framhaldi af því.