Veiðivötn
Kvöldsól í Veiðivötnum. Myndin er úr myndasafni.

Við greindum frá 13,5 punda urriða úr Veiðivötnum fyrir skemmstu. Fleiri risar hafa tínst inn þó enginn hafi slegið þeim fyrst nefnda við. Þessi tröll veiðast vítt og breytt og stærstu fiskar í fjórum vötnum hafa verið yfir tíu pundin.

Arnór heitir þessi veiðikappi og hampar hér 10,5 punda trölli úr Pyttlum. Myndin er af veidivotn.is og er tekin af Bryndísi Magnúsdóttur veiðiverði.

Stærstur er auðvitað sá sem við greindum frá á dögunum, 13,56 pund í Grænavatni. En þar næst kemur 10,8 pund úr Litla Breiðavatni, 10,5 pund úr Pyttlum og 10,1 pund úr Ónefndavatni. Víða eru stærstu skráðu urriðar 8-9 pund. Á vef Veiðivatna er frá því grint að síðustu daga og vikur hafi dregið nokkuð úr veiði í Bleikjuvötnum, en aukist að sama skapi í urriðavötnum og eru Litlisjór og Stóra Fossvatn nefnd sérstaklega.