100 cm Maríulax!

Aron með stórlaxinn sinn, 100 cm Maríulax!

Enn eitt stórhvelið var dregið á þurrt, að þessu sinni 100 cm hængur af hinum annáluðu stórlaxasvæðum í Nesi. Að þessu sinni var um Maríulax að ræða. Fjórði 100 plús sem við höfum heyrt af það sem af er og tveir þeirra Maríulaxar.

Það var Aron Pálmarsson sem veiddi laxinn sem reyndist vera 100 cm hængur. Veiðistaðurinn var Höfðahylur og agnið var Sunray. Nú vitum við um fjóra svona dreka, 108 og 100 cm úr Nesi, 102 cm úr Eystri Rangá og 100 cm úr Blöndu.