Það er völlur á Þresti

Hér má sjá viðbygginguna lengst til hægri.

Það er völlur á Þresti Elliðasyni. Hann lét vita á dögunum að hann væri að láta frá sér Breiðdalsá, en hefur á sama tíma gefið í við tvær af sínum sterkustu ám, Jöklu og Minnivallalæk.

Þröstur segir: „Það eru viðamiklar endurbætur og stækkanir á veiðihúsinu við Jöklu
Nú er unnið á fullu við stækkun á gistiaðstöðu í Veiðihúsinu Hálsakoti við Jöklu. Þar stækkar aðstaðan um 100 fermetra og einnig verður byggt hús með sauna við veröndina ásamt potti þar við hlið. Frekari endurbætur á annarri aðstöðu eru líka fyrirhugaðar og stefnt er að því að öll umgjörð og þjónusta verði enn betri fyrir sumarið en verið hefur. Fríður hópur manna vinnur að því að allt verði klárt fyrir 27. júní er áin verður opnuð.“
Og Þröstur hefur og látið vita að það styttist í að endurbætur og lagfæringar á veiðihúsinu við Minnivallalæk.