Harpa Hlín Þórðardóttir gæti varla hafa byrjað vertíða betur. Þetta er viðistað 4 í Leirá.

Fyrstu fréttirnar sem okkur hefur borist í dag er frá Stefáni og Hörpu, leigutökum Leirár í Borgarfirði. Þar er óhætt að segja að vel hafi farið af stað, fyrsti fiksurinn tók í þriðja kasti!

Í færslu frá þeim hjónum á FB kemur og fram að fjórum hafi verið landað og þrír hrist sig af að auki eftir fyrstu fjörtíu mínútu vertíðarinnar. Óhætt að segja að vel byrja í Leirá o eflaust eiga tölur þar eftir að hækka þegar líður á daginn, enda var þar drjúgmikið af fiski í fyrra.

UPPFÆRT: Alls var tuttugu birtingum landað á morgunvaktinni.