Þeir voru að setja í'ann í blíðskaparveðri við Syðri Hólma í morgun.

Veiði fór vel af stað í Tungufljóti í Skaftártungum, sem er á framfæri Fish Partner, en með þeirra sem opnuðu ána var Friðjón eigandi Veiðiflugna á Langholtsvegi. Og upplýsingarnar fyrri part dagsins höfum við frá honum.

Veður var með besta móti, 5 stiga hiti, léttskýjað og hægur vindur. Eftir tvo fyrstu klukkutímana var búið að landa tólf fiskum. Allir fengust í Syðri Hólma og Flögubökkum, eins og venja er á þessum tíma. Flestir voru fiskarnir 65 til 70 cm, en tveir nokkuð stærri, rígvænir fiskar, en lengdin liggur ekki fyrir.