Erik með tröllið úr Miðfjarðará á fimmtudagskvöldið.

Erik Koberling hinn þýski leiðsögumaður og staðarhaldari við Blöndu og Svartá í sumar var að loka sinni vertíð með góðum vinum í Miðfjarðará, og gerði það með stæl, landaði ríflega 100 cm hæng!

„Það er langt síðan að ég var jafn andstuttur og eftir að haf alandað þessum stóra fiski. Eftir nokkrar byltur, m.a. í ánni, nokkrar festur og nokkur hundruð metra sprett, landaði ég loksins þessum fallega hæng. Hann tók rauða Frances og var mældur 100,5 sentimetrar,“ sagði Erik í samtali við VoV.