Tungulækur: Frábær veiði og veiðihús í smíðum

Tungulækur
Einn rosalegur úr Tungulæk í vikunni. Mynd Theodór Erlingsson.

Frábær veiði hefur verið í Tungulæk þetta vorið og er ekki nýtt né að það komi á óvart. Á óvart kom reyndar að enginn var að veiða 1.apríl og síðan var mjög rólegt daginn eftir. En síðan þá hefur allt verið eins og blómstrið eina.

Tungulækur
Annar rosalegur úr Tungulæk. Mynd Theodór Erlingsson.

Ingólfur Helgason hjá Streng, sem heldur utanum veiðileyfasölu í ánni sagði okkur í dag „prýðisgóð veiði“ hefði verið og á ca tveimur vikum hefði um 400 birtingum verið landað. Og mörgum stórum eins og gengur á þessum slóðum. Þá sagði Ingólfur okkur að hafnar væru framkvæmdir á nýju veiðihúsi við Tungulæk og væri á áætlun að húsið yrði tilbúið þegar haustveiðin hæfist þann 1.september, og stendur til 20.október.