Hyllir undir viðsnúning í Laxá í Aðaldal

Falleg mynd tekin neðan við Kistukvísl í Laxá í Aðaldal. Myndin er fngin hjá Matthíasi Þór Hákonarsyni veiðileyfasala á Akureyri.

Það hyllir undir viðsnúningí Laxá í Aðaldal eftir mörg mögur ár þar sem veiðitalan hefur hrapað ískyggilega frá ári til árs. Loksins sér fyrir endann á því. Í fyrra var botninum náð, að því er allir vonuðu, leiðin gæti aðeins legið uppá við og: Síðasta miðvikudag voru komnir 309 laxar á land. Stefnir í betri tölu, allt síðasta sumar voru þeir 388.

„Já, það lýtur út fyrir að þetta sé að fra aftur uppá við,“ sagði Jón Helgi Björnsson á Laxamýri í samtali við VoV  í kvöld. “ Þegar lítið er af stórlaxi eins og nú þá stóla menn á smálaxinn. Það hefur verið lítið af honum síðustu árin, en núna er meira af honum. Það er kannski fullmikið að segja að það sé mikið, en það er góð aukning frá fyrri árum og það er að skila sér. Síðan er það, að áin hefur verið nokkuð góð þannig séð frá sjónarhóli slýs. Það var kalt í vor og ekki eins mikill gróður að koma ofan úr vatninu og oft áður. Þannig hefur áin verið lengi vel vel veiðanleg þrátt fyrir þessa mörgu heitu daga,“ sagði Jón Helgi.

Þannig að þú heldur að hún hækki sig núna frá síðasta ári?

„Já hún fer örugglega yfir þá tölu. Við erum nærri tölunni í frra og við veiðum til 20.september. Einhverjar hausrigningar gætu síðan heypt lífi í veiðina. Þetta virðost sem betur fer vera á uppleið,“ bætti Jón Helgi við.