Six Rivers opna Facebook síðu

Laxinn tekur heljarstökk, í Fosshylnum í Selá.

Það sem einu sinni hét Strengur og sýslaði með ár á Norðausturhorninu heitir nú Six Rivers Project. Frá þessari nafnabreytingu greindum við frá í vor. Með breytingunni urðu áherslubreytingar og eitt og annað hefur gengið eftir í sumar.

T.d. lét Six Rivers Project vita af því í dag að Facebook síða hefur verið opnuð í nafni hins nyja fyrirtækis. Nóg að slá inn Six Rivers í leitarglugga Facebook til að fina síðuna. Þá var í vor opnaður nýr vefur sem kalla má á undir www.sixrivers.is Þar eru markmiðin, rannsóknirnar sem eigandinn Sir Jim Ratcliffe hefur fjármagnað, víðtækar mjög , í því skini að bæta búsvæði laxa. Og sama má segja um breytingar á veiðireglum sem eru að margra mati umdeildar, en verða það eflaust ekki innan fárra ára líkt og með veiða-sleppa, gríðarlega umdeilt á sínum tíma, en ekki svo mjög lengur.

Þannig að hjá gamla Streng er allt að gerast undir nafni Six River Project, enda nær verkefnið til fleiri áa en Selár, þar inni eru enn fremur, auk Selár,  Vesturdalsá, Hofsá, Sunnudalsá og Miðfjarðará við Bakkaflóa. Einhvers staðar þarna lúrir sjötta áin, en þetta eru þær sem mestu skipta og rannsóknar- og vísindavinnan við þær hafa nú staðið í tvö ár og raunar lengur ef tekinn er með undirbúningstími. Til að fræðast nánar hvetjum við lesendur til að kynna sér málin á www.sixrivers.is