Fossá, veiðiþjófur
Þjófsi að veiðum og hægra megin fyrir ofan hann á bakkanum er fyrirtækisbíllinn.

Leigutakar Fossár í Þjórsárdal kærðu veiðiþjóf til lögreglu í fyrra. Borin voru kennsl á viðkomandi auk þess sem hann klæddist stakki merktum Landsvirkjun og ók á bíl merktum sama fyrirtæki. Leigutakinn hefur nú fengið að hreyrinkunnugt að lögreglan álíti þetta ekki refsivert athæfi.

Fossá, Veiðiþjófur
Þarna er kappinn í gula LV stakkinum sínum.

Þetta hljómar einkennilega, en þessa niðurstöðu má tulka þannig að hver sem er megi fara í hvaða á sem er og komast upp með það. Guðmundur Atli Ásgeirsson leigutaki skrifaði eftirfarandi í status á FB síðu sinni.

“Við kærðum veiðiþjóf í fyrra sem var að veiða í Fossá. Það var tekin mynd af honum og nokkur vitni sáu hann veiða án leyfis. Samkvæmt lögreglunni þá telur hún að þetta sé ekki refsiverð háttsemi að vera staðinn að verki út í á að að veiða án leyfis. Samkvæmt þessu þá er hægt að fara að veiða í hvaða laxveiðiá á Íslandi án þess að borga. Er greinilega ekkert gert eða þá að lögreglan nennir ekki að vinna vinnuna sína. Þessi umræddi starfsmaður var í vinnutíma hjá Landsvirkjun að stelast í ánna. Notaði vinnufatnað og bíl frá LV við verknaðinn. Kannski var hann svo öruggur með sig að það sé ekkert gert í svona málum að hann ákvað að vera í skærgulri úlpu merktri Landsvirkjun við veiðanar. Er einhver lögfróður maður sem getur gefið mér ráð hvað ég get gert, er ekki alveg tilbúinn að láta hann sleppa. Endilega deilið. Löginn sem vísað í 4. mgr. 52. gr laga nr. 88, 2008 um meðferð sakamála, að rannsókn málsins hefur verið hætt.