Sá stóri sem slapp

Himbriminn í Grafarvoginum með Tóbí í kjaftvikinu. Mynd Ísak Ólafsson

Fuglaáhugamenn í Reykjavík hafa fylgst að undanförnu með himbrima á Grafarvoginum sem er með stóran koparlitaðan Tóbíspún í kjaftvikinu. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná fuglinum og losa hann við stálið en ekki tekist til þessa.

Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt, stangaveiðimenn eru oftast á nálum þegar himbrimar eru á veiðum í nánd við þá. Sjaldagæft þó að þetta náist á mynd, en þessa mynd póstaði Ísak Ólafsson á hópinn „Íslenskar fuglategundir“ á Facebook. Kajakfólk hefur reynt að króa fuglinn af en hann hefur varist því fimlega og virðist að sögn þeirra sem fylgjast með, geta veitt og étið þó að Tóbí gamli hamli allar hans athafnir og valdi eflaust ómældum sársauka.

Pétur Alan Guðmundsson fór fyrir hópi fyrir fáum érum sem gekk í að hafa uppi á himbrima sem var alvarlega flæktur í net. Það tókst að hafa hendur í hári kauða og losa hann. Hann hefur tjáð sig um þetta mál á FB og ljóst að hópur fólks er að leita að lausnum