Enn raðast inn tröll í Veiðivötnum

Elvar með tíu pundarann, fékk svo annan rétt seinna sem var nokkrum grömmum léttari.

Enn raðast inn tröllin i Veiðivötnum, nú síðast í Skeifunni, sem er þekkt vatn skammt frá Stóra Hraunsvatni.

Elvar Lund landaði þar í dag tveir algjörum tröllum, einum 10 punda og öðrum nokkrum grömmum léttari. Skeifan er kannski eitt af þekktari vötnum klasans, en um vatnið segir í  Veiðistaðavefnum

„Skeifan er skeifulaga vatn við hlið Stóra Hraunvatns til austurs. Þetta er alveg afskaplega fallegt vatn þar sem bæði hraun fellur að vatninu, en einnig sand og malarstrandir.

Það er um marga flotta veiðistaði að velja í Skeifunni, en þess ber að geta að töluverður gangur er samt inn í Austurbotn þó það sé allt mjög greiðfært og auðveldur gangur. Einungis er um urriða að ræða í Skeifunni, eins og í öðrum Hraunvötnum, en það borgar sig að hafa sterka tauma hér því urriðinn getur orðið mjög stór.“

Já, Elvar Lund getur vottað að eins gott er að hafa sterka tauma, enda get ahöfðingjarnir í Skeifunni orðið mjög stórir.