Arnór Gísli Ólafsson kastar í Torfunefsfoss í Flekkudalsá. Veiðistaðurinn Fornistrengur í baksýn - Mynd Einar Falur Ingólfsson

Það lítur út fyrir að SVFR hreppi Flekkudalsá, en áin fór í útboð á dögunum. Það bárust einhvers staðar á milli 5 og 7 tilboð, en aðeins tvö voru talin koma til greina, eitt frá SVFR og hitt frá Fish Tails, sem áður höndlaði með Laxá á Ásum.

Fregnir herma að SVFR hafi verið með 9 milljón króna tilboð, Fish Tails hins vegar 10 miljónir, en þar var á ferðinni svokallað frávikstilboð þar sem tölur geta hlaupið á hinu og þessu og líkleg niðurstaða er að SVFR hreppi ána. Áin er afar skemmtileg og á sér tryggan aðdáendahóp.