Leigan á Stóru Laxá tvöfaldast og hún verður aðeins seld til útlendinga

Esther Vogel með stórlax úr ánni fyrr í sumar. Myndin er af FB síðu Árna Baldurssonar.

VoV fékk aldrei tikynningu frá Veiðifélagi Stóru Laxár um nýjustu áformin þrátt fyrir orð þar um. Hins vegar birtu Sporðaköst heila skýrslu í dag. Þar kemur flest fram sem við greindum frá í gær, en við erum með meira, sem Veiðifélagið bætti ekki inn í tilkynningu til valinna fréttavefja. Líklega fengum við ekki þessa tilkynningu vegna þess að við neituðum að bíða með birtingu, en allt í góðu! Svo sannarlega allt í góðu.

Við skyljum vel að svona mál séu viðkvæm, en svona mál virka eftir tvenns konar formerkjum skv VoV: Að fréttin sé áreiðanleg og að lesendur lesi hana fyrst hjá okkur. Þess vegna neituðum við Veiðifélagi Laxár um að bíða. Vonum að þau fyrirgefi okkur með tíð og tíma. Allavega stendur eftir að þessi breyting stafar ekki af samskiptaörðugleikum við Árna og Lax-á, þvert á móti, Árni hefur verið að vinna í því að komast útúr íþyngjandi leigusamningum síðustu árin. Vonandi getum við fengið hans orð í málið fyrr en seinna.

En þetta vitum við umfram það sem komið hefur fram:

Téður Finnur, nýi leigutakinn, ætlar að tvöfalda leiguna fyrir Stóru fer úr 35 nilljónir sem að Árni var að borga í 70 milljónir á ári. Hann ætlar eingöngu að selja útlendingum veiðileyfi í Stóru Laxá. Hann ætlar að byggja nýtt veiðihús fyrir alla ána.

Það er sem sagt í hringiðu þessa daganna og eftir tíðindin af Norðausturhorninu kemur þetta. Árni stendur samt áfram keikur með Ásgarð og Tungufljót.