Hér er Arnór Maksimillian Luckas með risann, 108 cm og áætlaður 28 pund! Myndin er fengin frá FB og netsíðu Nesveiða.....sá stærsti í sumar.

Stóru stóru boltarnir eru að detta inn hver af öðrum og að venju í sömu ánum. Sá stærsti í sumar veiddist nú í vikulok á Nesveiðunum og “hundraðkadl” veiddist einnig í Hafralónsá í vikulokin.

Sá stóri á Nesveiðum var engine smásmíði. Hann var mældur 108 cm og áætlaður um 28 pund. Arnór Maksimillian Luckas veiddi laxinn við Álftasker. Fyrr um daginn hafði hann landað 101 cm bolta, ríflega 20 punda úr Þvottastreng. Svakalegur dagur hjá Arnóri!

Hilmar Hansson, Hafralónsá
Hilmar Hansson með „Hundrað karlinn“ úr Hafralónsá.

Hinn laxinn var dreginn úr Hafralónsá, veiðimaðurinn Hilmar Hansson, frægur stórlaxahrellir. Hann var “Hundraðkarl” eins og Hilmar orðaði það, 100 cm sem samkvæmt mælistikunni er 20 punda lax. Að ná slíkum fiski á neðri svæðum Hafralónsár er mikið afrek, því áin er mikil og ströng og hyljir stuttir, sem þýðir stutt í organdi flúðir og stórgrýti. Þurfa menn oft að beita laxa klækjabrögðum og er Hilmar snillingur í þess háttar vinnubrögðum þegar laxinn er annars vegar.