Laxinn að gefa sig í Geirlandsá

Óskar Færset með 92 cm laxinn.

Það er vinsælt  hjá Keflvíkingum að heimsækja Geirlandsá, ána sína, á sumrin , þegar sjens er á laxi, en birtingurinn kannski eki farinn að gera vart við sig. Óskar Færset sagði frá einni slíkri uppákomu.

Annar vænn úr sama túr…

„Vorum að koma úr Geirlandi 27- 29 júlí fjölskyldan í frábæru veðri þar sem hitinn fór í 24 st í dag en það var gott vatn í ánni og fengust 5 laxar og sá stærsti 92 cm. Það voru komnir 2 laxar á undan okkur, vonandi verður framhald á næstu dögum, 3 laxar fengust í Áramótum og einn í Kleifarnefi og einn í Höfðabólshyl.