Þurrflugurnar í Kjósinni

Skúli Kirstinsson með 10-12 punda birting úr Laxá í Kjós, sem tók Bomber þurrflugu.....

Veiðin á vestanverðu landinu hefur víða verið nokkuð góð þegar liðið hefur á sumarið, hefðbundin laxveiði, en það er alltaf gaman að fylgjast með ánum sem hafa umtalsverða sjóbirtingsstofna, eins og t.d. Laxá í Kjós. Þar hafa menn veriðað taka þá stóra, mjög stóra, á þurrflugur að undanförnu.

Það hefur lengi loðað við hin svokölluðu „miðsvæði“ í Laxá í Kjós, oft einnig nefnt „Engjarnar“. Það er að stærstum hluta frísvæði og oft er það að veiðimenn skeyta engu um skiptingar, fara bara á frísvæðið og reyna fyrir sér þar. Þar er megnið af sjóbirtingnum og oft mikið af laxi líka.

En þetta er vandveitt svæði og viðkvæmt. Sé spegill, sem er oft út af veðurblíðunni, sem Kjósin er þekkt fyrir, þá hræðist fiskur skuggann af línunni. Oft er þá ráðið að vera með súperlangan og grannan taum, kasta langt upp fyrir þar sem menn vita að fiskurinn liggur og láta þurrflugu reka yfir. Bomberar hafa verið að virka nýverið en Blue Bottle hefur einnig gefið vel í gegnum tíðina. Blue Bottle er annars enska nafnið á fiskiflugu og segir dálítið um lit flugunnar. Svona tíðindi, eins og Skúli Kristinsson póstaði nýverið, glæða veiðisumarið meira lífi, þó að sumir upplifi kannski að það sé lítiðað gerast, þá eru að verða til veiðisögur út um allt.