
Mikið hefur verið talað um að upphaf laxveiðinnar á Íslandi nú í ár sé miklu mun líflegri og betri en það sem taldist nánast til hörmunga í fyrra, bæði vegna fiskleysis og vatnsskorts. Þá er talað um að meira sé af stórlaxi heldur en nokkur þorði að vona vegna smálaxafæðar í fyrra. VoV tók smá samanburðartékk og eins og sjá má er allur gangur á þó að í flestum tilvikum sé aukningin góð.
Þetta byggir á fyrstu tölum en angling.is birti, en þann 17.júní en þá komu tölur úr tíu ám sem vissulega höfðu verið opnar mislengi. Viðmiðunardagur síðasta árs var 19.júní og þó að skeiki tveimur dögum má sjá hið augljósa. Kíkjum hér á þessar tíu ár og hvað þær höfðu gefið þann 17.6 núna miðað við 19.6 í fyrra. Talan frá 2019 er í sviganum.
Urriðafoss 230 (256)
Þverá/Kjarrá 118 (12)
Norðurá 108 (11)
Eystri Rangá 46 (30)
Brennan 23 (54)
Blanda 20 (85)
Miðfjarðará 20 (24)
Laxá í Leirársv. 16 (sama tala þann 1.júlí)
Laxá í KJós 14 (3)
Hítará 10 (fyrsta tala 26.6 var 4 laxar)
Það má segja að vegna tveggja daga mismunarins þá séu Urriðafoss og Eystri Rangá á pari við 2019. Munurinn í Þverá/Kjarrá og Norðurá er gríðarlegur eins og sést, en Blanda er nokkuð sláandi á hinum endanum. Brennan er lakari nú en í fyrra, sem stafar eflaust af því að í fyrra hrjáði vatnsleysi árnar og þá stoppar laxinn lengur í Brennunni áður en hann færir sig upp í Þverá/Kjarrá. Þetta sama gildir eflaust um Norðurá og Straumana, rólegt hefur verið í Sraumunum af sömu ástæðu og Brennan versus Þverá/Kjarrá.